UM verkefnið 

Frásagnir til félagslegra breytinga

Í þessu verkefni, sem þróað var innan Erasmus+ áætlunarinnar, var rannsakað hvernig frásagnir geta stutt einstaklinga og samfélög sem eiga á hættu að verða fyrir jaðarsetningu. Markmið verkefnisins er að afla verkfæra í frásagnalist fyrir fullorðinsfræðara sem eru gagnleg og einföld í notkun.

Frá janúar 2024 til apríl 2025 leiddu samstarfsaðilar frá Póllandi og Íslandi rannsóknir, námskeið og vinnustofur sem byggðu á því sem þeir þróuðu og söfnuðu  leiðbeiningum og kennsluefni sem er kynnt á þessari vefsíðu.

Í Póllandi sneri verkefnið að eldri borgurum en á Íslandi að innflytjendum, flóttafólki, hælisleitendum, fólki með fötlun og meðlimum LGBTQIA+ samfélagsins.

Niðurstöður verkefnisins sýna hvernig það að deila sögum, þekkingu og persónulegri reynslu í öruggu rými getur stuðlað að félagslegri þátttöku, inngildingu og valdeflingu, og hvernig er hægt að styðja einstaklinga og hópa á ábyrgan og siðferðilegan hátt við að endurheimta sögur sínar og skapa jákvæða breytingu í eigin lífi og á samfélögum.

Via Salutis stofnunin 

Via Salutis stofnunin var stofnuð árið 2019 í Póllandi og veitir eldri borgurum sem og umönnunaraðilum og kennurum þeirra stuðning við að stuðla að heilbrigðum lífsstíl, félagslegri þátttöku og persónulegri þróun.

Stofnunin tekur þátt í fjölda verkefna, vinnustofa og fræðsluáætlana, þar á meðal nýstárlegri aðferð eins og DraBiNa (leiklist, ævisaga, frásögn), hláturjóga og minnisæfingum, með áherslu á líkamlega, andlega og félagslega velferð eldri borgara. Stofnunin rekur Hreyfanlega ráðgjafarmiðstöð í sálfræði- og öldrunarráðgjöf, fræðir eldri leiðtoga, þróar frumleg verkfæri og framkvæmir rannsóknir í gegnum 4 AGE hugveituna, sem rannsakar öldrun og málefni eldri borgara á mörgum sviðum lífsins.

Stofnunin hefur hlotið viðurkenningar eins og verðlaun frá Marskálka Lower Silesia og vottun í "Stars of Business" keppninni. Stofnunin stuðlar með virkum hætti að samþættingu og heilbrigðri öldrun og er aðili að mörgum félagasamtökum og hagsmunafélögum eldri borgara.

ALO Ísland

ALO Ísland er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð í Reykjavík árið 2014 og stuðlar að samfélagsfræðslu og félagslegri inngildingu. Helstu verkefni hennar eru Viltu Business, sem styður við frumkvöðlastarfsemi innflytjenda á Íslandi með ráðstefnum og útgáfu, RVK Poetics, vettvangur fyrir alþjóðleg ljóðskáld og listamenn á Íslandi, og Kaleidoscope, alþjóðlegt verkefni um listamiðaða samþættingu fyrir ungt fólk með innflytjendabakgrunn.

Með sérfræðiþekkingu á fjölmenningarlegum verkefnum,  kennslu byggða á listum og stuðningi við félagslega tengslamyndun heldur ALO Ísland utan um viðburði, eflir félagslegt réttlæti og þróar nýstárleg verkfæri og aðferðir til að styðja nýja frumkvöðla, kennara og listamenn um leið og menningarlegri fjölbreytni er fagnað.

Hóparnir okkar

Innflytjendur á Íslandi

Eldri borgarar í Póllandi

Á síðustu þremur áratugum hefur lýðfræðilegt landslag Íslands breyst verulega þar sem innflytjendur voru árið 2023 orðnir meira en 20% af íbúafjölda. Þrátt fyrir stefnumál þar sem stutt er við fjölmenningu stendur íslenskt samfélag enn frammi fyrir áskorunum hvað varðar samþættingu, þar á meðal hindranir sem tengjast tungumálum, aðgengi að vinnu og að vera samþykkt í samfélaginu.

Innflytjendur verða oft fyrir öráreiti, að horft sé á þá út frá ákveðinni staðalmynd og þeir verða oft fyrir mismunun sem byggir á útlitsþáttum sem tengjast kynþætti eða að þeir tala með hreim, sem getur gert þá enn einangraðri og hindrað aðlögun þeirra að samfélaginu. Fjölmiðlar draga oft fram ranga mynd af innflytjendum, einfalda mynd, og setja á þá merkimiða sem auka jaðarsetningu þeirra enn frekar. Þá geta yfirheyrslur hjá útlendingaeftirlitinu valdið því að fólk endurupplifir þau áföll sem það hefur orðið fyrir og óraunhæfar samfélagskröfur því lögð er aukin byrði á nýbúa sem reyna að verða hluti af samfélaginu á sama tíma og þeir reyna að halda í persónuleika sinn. Að læra nýtt tungumál er enn mikil hindrun og myndar gjá milli íslenskumælandi og enskumælandi fólks sem veldur því að það dregur úr tækifærum fyrir þá sem tala hvorugt tungumálið.

Pólland stendur frammi fyrir miklum lýðfræðilegum breytingum þar sem öldrun samfélagsins veldur álagi hvað varðar menntun, heilbrigðisþjónustu og stefnu landsins í félagsmálum. Eldri borgarar (60+) í Póllandi eru 22% af íbúafjölda og því er spáð að hlutfallið fari upp í 40% árið 2025.

Þessi hópur er fjölbreyttur hvað varðar aldur, heilsu og lífsskilyrði, en glímir við sameiginlegar áskoranir eins og heilsufarsvandamál, einsemd og aldursfordóma. Aldurstengd mismunun er oft ástæða jaðarsetningar eldri borgara sem takmarkar sjálfræði þeirra og félagslega þátttöku á sama tíma og neikvæðum staðalmyndum er viðhaldið. Félagsleg einangrun, að missa hlutverk sitt í lífinu og skert tengsl milli kynslóða eykur enn á útilokun þeirra. Til þess að takast á við þessi mál þarf að stuðla að virðingu, þátttöku og viðurkenningu á framlagi eldri borgara til samfélagsins.

Skýrslan okkar: Þarfagreining um félagslega þátttöku, valdeflingu og samþættingu með aðferðum frásagnalista

Kynntu þér niðurstöður úr litlu rannsókninni okkar "Frásagnir til félagslegra breytinga". Þessi skýrsla inniheldur megin niðurstöður rannsóknar okkar á því hvernig nota má frásagnir til þess að valdefla jaðarsetta hópa, ásamt hagnýtum verkfærum og leiðbeiningum fyrir kennara svo stuðla megi að inngildingu og félagslegri þátttöku.

Frásagnir til félagslegra breytinga: Þarfagreining um félagslega þátttöku, valdeflingu og samþættingu með aðferðum frásagnalista (Lokaskýrsla)

J. Cortes, B. Kras, J. LoMonaco, E. Marcinek, A. Przepiórska-Ułaszewska, P. Ułaszewski, I. Valckx

Reykjavík, 2024

Hafðu samband