
fyrir Nemendur
Vertu snillingur í frásagnalist
Frásagnalist er öflug leið til að tengjast, hvetja og koma á framfæri skilaboðum. Í þessum hluta könnum við hvernig þú getur sagt þína sögu þannig að hún hafi tilgang, nýtt skapandi tjáningu og orð til að byggja upp sterkari tengsl og bætt samskipti.
Hvort sem þú vilt deila reynslu þinni eða nýta sögur til að ná markmiðum þínum finnurðu hér einföld (og þróaðri!) verkfæri sem hjálpa þér að hefjast handa.
Hvað er story-sharing?
Þú hefur líklega heyrt um storytelling, aðferð sem hefur orðið mjög vinsæl á sviðum eins og í menntun, við markaðssetningu og innan sálfræði. Í sinni einföldustu mynd felst aðferðin í því að búa til frásagnir sem heilla, vekja tilfinningar og kveikja á ímyndunaraflinu. En í okkar verkefni tökum við það einu skrefi lengra með því að kynna nýtt hugtak, story-sharing.
Í story-sharing er farið skrefinu lengra en bara að segja sögu; það snýst um að skiptast á reynslu, sjónarhornum og tilfinningum á virkan hátt. Þetta stuðlar að opinskáum samskiptum, styrkir tengsl og eykur samkennd, sem umbreytir persónulegum sögum í sammannlega reynslu þvert á aldur, bakgrunn og lífsreynslu þeirra sem um ræðir. Með aðferðum story-sharing tjáum við ekki bara okkar eigin upplifun heldur lærum einnig að hlusta, dýpka skilning okkar á öðrum og styrkja samfélagstengsl.
Í okkar verkefni eru frásagnir öflugt verkfæri til þátttöku, valdeflingar og til aukinnar samkenndar, sérstaklega fyrir þá einstaklinga sem lítið hefur heyrst frá. Með því að skapa rými fyrir fjölbreyttar frásagnir er hægt að brúa bilið milli mismunandi menningarheima og lífsreynslu fólks, sem stuðlar að aukinni tengingu og skilningi í heiminum.
Hvað er story-telling?
Story-telling (úr ensku: frásagnalist) er öflugt listform með ríka sögu, sem er hannað til að heilla áhorfendur, vekja tilfinningar og gera sögur ógleymanlegar.
Í sérhverjum menningarheimi hafa þróast einstakar frásagnir, allt frá ættarsögum til forna, goðsögnum og helgisögum til nútímalegra frásagna í formi kvikmyndahandrita, sjónvarpsauglýsinga og stafrænna markaðsherferða. Það sem gerir frásagnalist áhrifaríka er hæfileikinn til að vekja tilfinningar og byggja upp spennu með lifandi myndum og öflugum lýsingum. Með því að nýta tækni úr bókmenntum eins og myndlíkingar, samlíkingar, rökfræðispurningar, samanburð og samtöl búa höfundar til heillandi frásagnir sem munu hafa varanleg áhrif.

Í sinni einföldustu mynd er frásagnalist elsta form listsköpunar og grundvöllur hennar.
Hvernig á að segja sögu
Það er ekki til ein rétt leið til að deila sögu en ákveðin atriði gera frásagnir meira heillandi. Áhrifarík saga hefur að geyma sterka aðalpersónu með vel skilgreinda eiginleika og hvatir sem er staðsett í heimi sem er lýst á lifandi og myndrænan hátt. Það hjálpar til við að lífga upp á söguna að hún sé skýr hvað varðar innihald, persónur og átök.
Vel uppbyggð saga fylgir rökréttu flæði sem inniheldur kynningu, þróun, átök, hápunkt og eftirminnilega niðurstöðu með þýðingarmiklum skilaboðum. Þá er jafn mikilvæg hin leiðandi rödd sögumannsins, sem hefur áhrif á upplifun og tengingu áhorfenda við söguna.
Hetjuferðin
Ein áhrifaríkasta aðferðin til að búa til heillandi sögu eru hin 12 stig Hetjuferðarinnar eftir Joseph Campbell sem útskýrð er í upprunalegu verki hans The Hero with a Thousand Faces (1949).
Einstæðan eða Hetjuferðin hefur verið notuð sem frásagnarform um allan heim og lýsir bæði ytra ferðalagi hetjunnar inn í ókunnugan heim og innri umbreytingum hennar. Þetta líkan er orðið grundvallartækni í frásagnalist og hefur verið notað jafnt í goðsögnum fornalda sem og nútíma kvikmyndum.
12 stig Hetjuferðarinnar eftir Campbell
-
Við kynnumst hetjunni og daglegu lífi hennar. Þetta stig setur í samhengi stað, tíma og persónur og hjálpar okkur að skilja hinn venjulega heim hetjunnar.
-
Vandamál eða áskorun truflar líf hetjunnar, hristir upp í stöðugleika lífs hennar og stefnir heimi hennar á nýja braut.
-
Hetjan hikar eða andmælir áskoruninni, óviss um hvort hún eigi að stíga inn í ókannaðan heim.
-
Vitrari og reynslumeiri einstaklingur kemur fram og veitir leiðsögn, innblástur og nýtt sjónarhorn og hvetur hetjuna til að halda áfram.
-
Hetjan samþykkir áskorunina og leggur af stað í hina óeiginlegu ferð inn í ókunnan heim.
-
Hetjan mætir ýmsum raunum, myndar bandalög og mætir óvinum eða hindrunum sem reyna á úrlausnarhæfni hennar.
-
Hetjan mætir miklum sjálfsefa og spyr sig: „Af hverju er ég að gera þetta? Er þetta þess virði? Get ég haldið áfram?“
-
Hetjan mætir sínum mesta ótta eða andstæðingi og fær bakslag, sem oft fylgir niðurlæging eða einhvers konar botn.
-
Eftir að hafa sigrast á óförum finnur hetjan nýjan styrk og öðlast leynda þekkingu eða völd sem færa hana nær markmiði sínu.
-
Með nýfenginn hæfileikum eða visku mætir hetjan frekari áskorunum á leið sinni til að ljúka verkefninu.
-
Hetjan tekst á við síðasta prófið sem er oftast hápunktur átakanna þar sem hún sannar hvernig hún hefur umbreyst og sigrast á sinni mestu hindrun.
-
Hetjan snýr aftur til síns venjulega heims, umbreytt og upplýst, og hefur oft meðferðis verðlaun, visku eða breytingu sem gagnast öðrum. Sagan endar með lokaskilaboðum eða niðurstöðu.
Þessi lengri útgáfa af 12 stigum Hetjuferðarinnar er sú sem þekktust er og það líkan sem notað til grundvallar til þess að búa til heillandi sögur. Það er notað sem grunnur fyrir auglýsingaherferðir, kvikmyndahandrit og leiksýningar. Þegar fylgst er með ferðalögum táknrænna persóna eins og Neo úr The Matrix eða Luke Skywalker úr Star Wars, verður Hetjuferðin áþreifanleg í frásögnum þeirra.
Það eru einnig til einfaldari og straumlínulagaðri útgáfur af einstæðu Campbells sem er sérstaklega gagnleg þegar verið er að búa til hversdagslegar og persónulegar sögur. Þessar útgáfur halda kjarna hinna 12 stiga Hetjuferðarinnar en með uppbyggingu sem er auðveldari í notkun.
Eitt slíkt módel er 8 skref hetjunnar, sem við mælum með
8 skref hetjunnar
-
Kynning á hetjunni, tilfinningum hennar, daglegu lífi og heiminum sem hún býr í.
-
Hetjan fær áskorun eða boð sem truflar hennar venjulega heim.
-
Hetjan mætir innri mótstöðu gegn breytingum, berst við eigin efasemdir eða stendur andspænis andstæðingi, hvort sem baráttan er innri eða ytri.
-
Hetjan fær leiðsögn, kennslu og hvatningu frá vitrum einstaklingi eða kennara.
-
Byltingakennt augnablik á sér stað þegar hetjan tekur áskoruninni og stígur inn í nýjan, ókunnan heim.
-
Hetjan mætir hindrunum sem reyna á styrk hennar, ákveðni og úrlausnarhæfni. Efi kemur upp en líka innri styrkur til að halda áfram.
-
Hápunktur sem leiðir til innri umbreytingar hjá hetjunni.
-
Hetjan snýr aftur, breytt og upplýst og ber með sér visku og skilaboð sem hún öðlaðist á ferð sinni.
Skoðið dæmi um hetjuferðir sem voru búin til af þátttakendum á námskeiðinu okkar – Sagan um Michael og Sagan um Krystynu.