Frá einræðu til samtals
Að kynna þátttakendur fyrir uppbyggingu Hetjuferðarinnar (Hero's Journey) og þroska með sér samkennd með því að bera kennsl á og nafngreina tilfinningar.
Tími: 120 mínútur – kynning: 30 mínútur, hópavinna: 2 x 30 mínútur, samantekt: 30 mínútur.
Erfiðleikastig: 3/5
Fjöldi þátttakenda: Allt að 16
Undirbúningur:
Prentaðu út tvær blaðsíður fyrir hvern hóp eða þátttakanda:
Pappír og pennar
Kynning (15 mínútur)
Kynntu 8 skref Hetjuferðarinnar.
Skrifið saman á töflu eða flettitöflu lista yfir grunntilfinningar og ræðið tilgang þeirra. Útskýrðu að allar tilfinningar séu nauðsynlegar því þær hjálpi okkur að bera kennsl á mikilvæga hluti, vara okkur við í mikilvægum aðstæðum, beina athyglinni að skynjun líkama okkar og veita okkur mikilvægar upplýsingar.
Leiðbeiningar
Hluti 1 (30 mínútur):
Bjóddu þátttakendur að koma sér fyrir í þægilegri, sitjandi stöðu og tryggðu að allir heyri vel.
Segðu þeim að þú ætlir að lesa upphátt Söguna um Michał og biddu þá um að hlusta vel, veita skilaboðum sögunnar, vendipunktum og tilfinningunum sem hún vekur athygli.
Lestu söguna tvisvar.
Skiptu þátttakendum í hópa (hámark 4 manns). Láttu hvern hóp fá eintak af Sögunni um Michał, og biddu þá um að bera kennsl á stig Hetjuferðarinnar og tilfinningarnar sem söguhetjan upplifir.
Eftir að hóparnir hafi lokið verkefninu skaltu biðja þá um að deila svörum sínum. Dragðu saman niðurstöðurnar með áherslu á vendipunkta og tilfinningar.
Hluti 2 (30 mínútur):
Lestu Einræðu Michał upphátt fyrir hópinn.
Deildu út kortum með einræðunni og samsvarandi spurningum til að nota í samtali. Þátttakendur geta unnið þennan hluta hver fyrir sig, í pörum eða hópum, allt eftir því hvernig þeim finnst þægilegast að deila tilfinningum sínum með öðrum.
Biddu þátttakendur að lesa spurningar Michal´s og svara þeim. Ef unnið er í hópum geta þeir rætt svörin sín á milli en þurfa ekki að skrifa þau niður.
Eftir tilskyldan tíma skaltu athuga hvort allir hóparnir hafa lokið verkefninu.
Bjóddu sjálfboðaliðum að deila einni sögu úr umræðunni.
Samantekt (30 mínútur)
Bjóddu þátttakendum að standa upp, teygja úr sér og hreyfa sig þannig að þeim líði vel, séu frjálsir og finni til þæginda svo þeir geti sleppti einhverjum tilfinningum. Biddu þá síðan um að koma sér fyrir í þægilegri, sitjandi stöðu.
Spyrðu:
Um hvað fannst þér þessi æfing vera?
Hvernig líður þér eftir að hafa lokið henni?
Fannstu einhverja persónulega tengingu við söguna?
Hvaða tilfinningum finnur þú oftast fyrir í lífi þínu og hvernig upplifir þú þær?
Hvernig hefur þú stjórn á tilfinningum þínum?
Hvað segja tilfinningarnar sem þú upplifir um þig?
Hvað munt þú taka til þín úr þessari sögu?