Að aðstoða við að búa til skýr, markviss skilaboð um leið og gerð er gagnrýn greining á tilgangi, áhorfendum og áhrifum þeirra á sama tíma og áreiðanleika er viðhaldið.

Tími: 120 mínútur—uppkast að sögum: 30 mínútur, kynning: 20 mínútur, greining sagna: 40 mínútur, samantekt: 20 mínútur.

Erfiðleikastig: 5/5

 

Undirbúningur

  1. Biddu hvern þátttakanda að skrifa uppkast að sannri sögu sem þeir telja að sé félagslega mikilvægt að deila. Ákjósanlegt er að þeir hafi skrifað hana niður eða sett hana upp með skýrum hætti í nokkrum punktum (30 mínútur).

  2. Undirbúðu prentuð blöð með skrefum sem notuð eru við gagnrýna greiningu eða skrifaðu þau á töflu eða tússtöflu.

 

Kynning

Leiðbeindu þátttakendum í gegnum eftirfarandi 5 skref sem geta hjálpað þeim að greina söguna sína á gagnrýninn hátt (20 mínútur).

 

Skref við gagnrýna greiningu

  1. Kjarni skilaboðanna:
    Skilgreindu kjarna sögunnar í einni skýrri setningu.

    • Hver er helsti lærdómurinn eða punkturinn sem sagan þín reynir að miðla?

    • Hvað er meginhugmyndin eða þemað í sögunni?

    • Hvað viltu að áhorfendur taki úr þessari sögu?

  2. Kenniskrá áhorfenda:
    Búðu til kenniskrá fyrir ætlaða áhorfendur, með tilliti til þátta eins og:

    • Aldur, menning og gildi;

    • Möguleg næmi eða reynsla;

    • Hvað sagan gæti skilið eftir hjá þeim eða hvernig hún gæti verið þeim ögrun.

    • Hvað þeir gætu auðveldlega skilið?

    • Hvað myndi vera erfitt fyrir þá að tengja við?

    • Hvernig gætir þú tengt við þá?

  3. Greining á áhrifum:
    Lýstu mögulegum jákvæðum og neikvæðum áhrifum sögunnar. Hugleiddu:

    • Hvernig sagan gæti verið hvetjandi, frætt eða valdeflt

    • Hvernig hægt væri misskilja hana, rangtúlka eða hún vakið tilfinningar óviljandi

  4. Táknfræði og myndmál:
    Komdu auga á tákn, myndlíkingar eða myndmál sem notað er í sögunni. Hugleiddu:

    • Hvernig hægt væri að túlka þessi atriði í mismunandi menningar- eða félagslegu samhengjum

    • Hvort eitthvað myndmál gæti haft óæskilega merkingu?

  5. Kortlagning tilfinninga:
    Kortleggðu tilfinningarnar sem koma fyrir í sögunni.

    • Hvaða tilfinningar eru beinlínis tjáðar í frásögninni?

    • Hvaða undirliggjandi tilfinningum er miðlað í sögunni?

    • Kemur tungumálið sem notað er  þessum tilfinningum til áhorfenda á árangursríkan hátt?

    • Eru tilfinningarnar í samræmi við heildarmarkmið sögunnar?

 

Leiðbeiningar

  1. Gefðu þátttakendum tíma til að vinna hvert fyrir sig að sinni greiningu. Hvettu þá til að hugleiða hvert skref ítarlega (40 mínútur).

  2. Til að hjálpa þeim að skýra tilgang sinnar sögu án þess að tapa heiðarleikanum er hægt að mæla með eftirfarandi:

  • Einbeitið ykkur að aðal skilaboðunum: Hvað viltu að fólk taki til sín úr sögunni þinni?

  • Virðið eigin mörk: Er eitthvað í sögunni sem einhverjum gæti fundist of persónulegt eða óþægilegt? Getur þú lagað það?

  • Vertu trúr eigin gildum: Endurspeglar sagan þínar raunverulegar tilfinningar, jafnvel þó það sé erfitt?

 

Samantekt

  1. Hópaðu þátttakendum saman til að íhuga ferlið við að þróa sína sögu:

  • Hvaða þættir greiningarinnar voru erfiðastir fyrir þá?

  • Hafði greiningin veruleg áhrif á form, stíl eða uppbyggingu sögunnar?

Previous
Previous

Ljósmyndadagbók

Next
Next

Frá einræðu til samtals