Kynna þátttakendum meginreglur upplýsts samþykkis. Æfing í að setja mörk í öruggum, ímynduðum aðstæðum.

Tímalengd: 55 mínútur fyrir 10 manna hóp: kynning: 15 mínútur, paravinna: 15 mínútur, niðurstöðum deilt: 2 mínútur á par, samantekt: 15 mínútur.

Erfiðleikastig: 4/5

 

Undirbúningur

 

Kynning (15 mínútur)

  1. Byrjið á því að útskýra hugtakið upplýst samþykki og mikilvægi þess þegar kemur að því að segja sögur, sérstaklega í faglegum eða formlegum aðstæðum þar sem siðferðileg sjónarmið, einkalíf og virðing fyrir persónulegri reynslu eru grundvallaratriði.

  2. Í æfingunni er það hlutverk viðmælanda að búa til aðstæður þar sem viðkomandi er fagaðili sem vill vita meira um viðkvæmt umfjöllunarefni. Viðkomandi getur tekið sér hlutverk blaðamanns, mannfræðings, listamanns eða rithöfundar. Umfjöllunarefnið getur tengst persónulegri reynslu, áföllum eða umdeildum málefnum.

  3. Sögumaðurinn býr til stutta ímyndaða sögu sem inniheldur viðkvæma þætti. Mikilvægt er að sögumaðurinn hafi fulla stjórn á sögunni og geti deilt henni meðvitað og á þægilegan hátt.

 

Leiðbeiningar

  1. Viðmælandinn og sögumaðurinn taka sér hlutverk í ímynduðum aðstæðum þar sem upplýst samþykki er fengið vegna viðtals (15 mínútur).

  2. Viðmælandinn veitir lykilupplýsingar um hvernig sögunnar verður aflað, hún geymd og síðan notuð.

  3. Sögumaðurinn spyr spurninga um viðtalið, lýsir efasemdum og áhyggjum, og setur fram skilyrði um undir hvaða kringumstæðum viðkomandi er tilbúinn að deila sögunni.

  4. Báðir aðilar vinna saman að því að mæta þeim skilyrðum svo samþykki fáist fyrir sögunni og taka tillit til allra efasemda og fyrirvara.

  5. Hlutverk viðmælandans er að tryggja að sögumaðurinn skilji allar reglurnar og sé fullkomlega meðvitaður um ákvörðun sína. Pörin geta skoðað Gátlista um upplýst samþykki.

  6. Þegar báðum aðilum líður vel og hafa fullan skilning á reglunum geta þeir byrjað viðtalið.

  7. Eftir æfinguna deilir hvert par stuttlega reynslu sinni af leiknum.

 

Samantekt

Spurðu þátttakendur um þeirra upplifun:

  • Hvaða hlutverk léku þeir?

  • Hvað var það sem fór yfir mörk þeirra?

  • Hvenær leið þeim vel?

Previous
Previous

Það er ekkert tómarúm

Next
Next

Minni líkamans