Kanna þær sögur sem líkaminn þinn geymir í gegnum minningar með því að nota teikningar og tákn til íhugunar.

Tímalengd: 50 mínútur – kynning og líkamsskönnun: 10 mínútur, búa til sjálfsmynd: 25 mínútur, samantekt: 10 mínútur.

Erfiðleikastig: 2/5

 

Undirbúningur 

  1. Bjóðið þátttakendum að koma sér fyrir í þægilegri stöðu á rólegum stað.

  2. Teiknipappír og litir.

 

Kynning (10 mínútur)


1. Leiðbeindu þátttakendum í gegnum stutta líkamsskönnun og hvettu þá til að vera meðvitaða um tilfinningar eða minningar á hverju svæði fyrir sig.

 

Leiðbeiningar

  1. Bjóðið þátttakendum að teikna sjálfsmynd af líkama sínum út frá reynslu og minningum en ekki útliti. Hvetjið þá til að nota tákn, liti og orð sem að standa fyrir tilfinningar eða skynjun líkamans tengda ferðalagi líkamans (25 mínútur).

  2. Á meðan þeir teikna geturðu boðið þeim upp á þessar kveikjur:

    • Hvað finnst þér vera mikilvægasti hluti líkama þíns?

    • Hver er sterkasta eða liðugasti partur líkama þíns?

    • Hvaða hluti líkama þíns hefur hjálpað þér í gegnum áskoranir?

    • Hvað gerir líkami þinn án fyrirhafnar sem þú ert þakklát fyrir?

    • Hvaða hluti líkama þíns veitir þér sjálfstraust?

 

Samantekt

Leyfðu þátttakendum að deila sjálfsmyndum sínum og sögunum eða minningunum á bak við þær.

Previous
Previous

Upplýst samþykki

Next
Next

Kvikmyndaveggjspjald um... þig