Að æfa öruggt rými
Að hjálpa þátttakendum að skilja, tileinka sér og æfa samkomulag um öruggt rými.
Lengd: 50 mínútur – að búa til samkomulag um öruggt rými: 15 mínútur, að æfa samkomulag um öruggt rými: 25 mínútur, samantekt: 10 mínútur.
Erfiðleikastig: 3/5
Undirbúningur
Tafla, flettitafla eða stórt blað með lista yfir Samkomulag um öruggt rými.
Merkipennar, blöð, pennar.
Leiðbeiningar
Að búa til samkomulag um öruggt rými (15 mínútur):
Bjóddu þátttakendum að íhuga augnablik þar sem þeir upplifðu öryggi eða óöryggi í hóp.
Setjið upp Samkomulag um öruggt rými á stað þar sem það er sýnilegt (á flettitöflu eða töflu). Lestu hvert atriði samkomulagsins upphátt og biddu þátttakendur að segja hvað þeim finnst.
Hvettu hópinn til að bæta við öllum þeim leiðbeinandi atriðum sem myndu hjálpa þeim til að upplifa öryggi.
Biddu þátttakendur að staðfesta með orðum hvort þeir ætli að virða þetta samkomulag meðan á vinnustofunni stendur.
Láttu þátttakendur undirrita sameiginlegt samkomulag með því að skrifa nöfn sín undir samkomulagið.
Að æfa samkomulag um öruggt rými (25 mínútur):
Skiptu þátttakendum í minni hópa, 3-4 manns í hverjum hópi, og úthlutaðu hverjum hópi eitt atriði úr samkomulaginu (t.d. virk hlustun, að virða mörk, að dæma ekki o.s.frv.).
Gefðu hverjum hópi dæmi um aðstæður þar sem reynir á atriðið sem þeim var úthlutað:
Þátttakandi deilir erfiðri, persónulegri reynslu og annar þátttakandi truflar með sinni eigin sögu. Hvernig væri hægt að æfa virka hlustun við þessar aðstæður?
Einstaklingur tjáir óþægilega tilfinningu vegna umræðuefnis. Hvernig er hægt að virða mörkin í þessum aðstæðum?
Þátttakandi kemur með athugasemd byggða á dómhörku um sögu einhvers annars. Hvernig ætti hópurinn að bregðast við til að styrkja þá nálgun að hér dæmir enginn annan?
Hver hópur hefur 10 mínútur til að ræða og skrifa niður hvað væri best að gera til að leysa þessar aðstæður sem sé í samræmi við samkomulag um öruggt rými.
Bjóddu hverjum hópi að greina frá niðurstöðum sínum meðal allra þátttakenda og skráðu niður hugmyndirnar (10 mínútur).
Athugun og aðlögun (stöðug):
Á meðan á vinnustofunni stendur skaltu athuga reglulega meðal þátttakendur hvort þeir upplifi að samkomulagið sé virt.
Ef þess gerist þörf skuluð þið í sameiningu aðlaga samkomulagið til þess að mæta þörfum hópsins sem eru í sífelldri þróun.
Samantekt (10 mínútur)
Minntu þátttakendur á að það að skapa öruggt rými er sameiginleg ábyrgð allra. Leggðu áherslu á að þetta samkomulag nái út fyrir vinnustofan: virðingu fyrir einkalífi og trúnaði ætti að viðhalda utan vinnustofunnar.