Hreyfðu þig um herbergið
Þessi upphitun hvetur til hreyfingar og rannsakar frásagnir í gegnum hreyfingu með áherslu á áhrif óyrtra samskipta.
Lengd: 10-15 mínútur
Undirbúningur
Góð stærð á rými þar sem allir þátttakendur geta gengið um.
Tryggðu að allir þátttakendur geti tekið þátt á þýðingarmikinn hátt með því að bjóða upp á mismunandi leiðir til að tjá sig með hreyfingu, t.d. með svipbrigðum, handahreyfingum eða á þeim hraða sem hentar þeim sem eru með skerta hreyfigetu.
Gefðu skýrar og sveigjanlegar leiðbeiningar sem gera þátttakendum kleift að túlka hreyfingar á þann hátt sem passar getu þeirra.
Skiptu leiðbeiningunum niður í einföld skref fyrir þá sem eru með skerta, vitsmunalega getu og sýndu hvernig hreyfingar um ræðir þegar þess er þörf.
Hvettu til sköpunar og fjölbreyttra leiða til að taka þátt þannig að allir finni að þeir séu hluti af hópnum og þátttaka þeirra í æfingunni skipti máli.
Inngangur
Allir byrja að hreyfa sig um herbergið. Leiðbeinandi segir síðan hvernig þátttakendur ættu að hreyfa sig næst.
Leiðbeiningar
Öllum þátttakendum er boðið að byrja að hreyfa sig sem þeir sjálfir og ímynda sér að þeir séu á leiðinni í viðtal.
Eftir stutta stund segir leiðbeinandinn þeim að þeir séu enn á hreyfingu en núna séu þeir 10 mínútum of seinir.
Næst átta þeir sig á að þeir hafi misst af strætisvagninum en ákveða samt að halda áfram að reyna.
Þátttakendum er hrósað fyrir að hafa komist í viðtalið og eru beðnir um að hreyfa sig aftur eins og þeir sjálfir, á venjulegum hraða.
Þátttakendum er boðið að hreyfa sig eins og hæna.
Þátttakendum eru boðið að hreyfa sig eins og fíll.
Þátttakendum er boðið að hreyfa sig eins og þeir séu að hlaup í mikilli rigningu án þess að vera með regnhlíf.
Þátttakendum er sagt að hreyfa sig eins og þyngdaraflið hafi aukist á edramatískan hátt.
Þátttakendum er boðið að hreyfa sig eins og það sé ekkert þyngdarafl og þeir þurfi að finna leið til að halda sér á jörðinni.
Mikilvæg atriði sem hafa ber í huga
Að þykjast vera eitthvað gerir þig ekki að því. Ef, til dæmis, þú hreyfir þig eins og hæna þá ertu ekki hæna.
Leggðu áherslu á að þátttakendur séu meðvitaðir um fólkið í kringum sig og gæti öryggis.
Þó að þessi æfing ætti að mestu leiti að fara fram í þögn er í lagi að gefa einhver hljóð frá sér en þó ekki að segja sögu.
Líkamstjáning skiptir máli. Á meðan þátttakendurnir hreyfa sig um skaltu gefa þeim ábendingar eins og að rigningin sé köld eða að strætisvagninn þeirra sé að keyra í burtu beint fyrir framan þá.
Samantekt
Þegar hópurinn er hættur að gera hreyfingarnar safnast þátttakendur saman til að ræða.
Hvaða hugtaki var erfiðast að miðla?
Hvað var auðveldast?
Hvernig getur þetta haft áhrif á sögurnar okkar?
Hverju miðlum við til fólksins í kringum okkur í umheiminum?