Deildu sögu yfir máltíð

Að tengjast augnablikinu og deila mikilvægum sögum sem fjalla um það að borða, smakka og elda.

Tími: 65 mínútur fyrir 10 þátttakendur – hugleiðsla: 5 mínútur, umræða og samantekt: 6 mínútur á hvern þátttakanda

Erfiðleikastig: 2/5

Heimild: Mindfulness-Based Stress Reduction (MBSR)

 

Undirbúningur

  1. Búðu til friðsælt og notalegt umhverfi til að hugleiða og deila sögum. 

  2. Pakki af rúsínum.

 

Leiðbeiningar

  1. Gefðu hverjum þátttakanda eina rúsínu og leiðbeindu þeim í gegnum hugleiðslu þar sem þeir upplifa rúsínuna en borða hana ekki bara til að borða hana. 

Lestu upp eftirfarandi Handrit að því að borða rúsínu með meðvitund.

Hugleiðsluhandrit (5 mínútur):
Ímyndaðu þér að þú hafir nýlega komið til jarðar frá fjarlægri plánetu þar sem ekki er til svona matur. Núna, þegar þú heldur á þessum mat, getur þú byrjað að kanna hann með öllum skynfærunum þínum.

Einbeittu þér að einum hlut eins og þú hafir aldrei séð neitt svona áður. Einbeittu þér að því að horfa á hlutinn. Skannaðu hann, rannsakaðu hvern einasta hluta hans eins og þú hafir aldrei séð svona hlut áður. Snúðu honum við með fingrunum og taktu eftir hvernig hann er á litinn. Taktu eftir  fellingunum á honum og hvar yfirborðið endurvarpar ljósi eða verður dekkra.

Næst skaltu skoða áferðina, finndu hvort hann sé mjúkur, harður, grófur eða sléttur.

Á meðan þú ert að gera þetta. Ef hugsanir koma upp eins og „Af hverju er ég að gera þessa skrítnu æfingu?“ „Hvernig getur þetta hjálpað mér?“ „Ég hata þessa hluti,“ sjáðu þá hvort þú getur viðurkennt þessar hugsanir. Leyfðu þeim að vera. Síðan skaltu aftur færa athyglina að hlutnum.

Berðu hlutinn upp að nefinu og taktu varfærnislega eftir lyktinni.

Berðu hlutinn upp að öðru eyranu, kreistu hann, rúllaðu honum milli fingranna og hlustaðu eftir hvort eitthvað hljóð komi frá honum.

Byrjaðu rólega að færa hlutinn að munninum. Taktu eftir því hvernig handleggurinn veit nákvæmlega hvert hann á að fara. Kannski tekurðu eftir því að þú færð vatn í munninn.

Settu hlutinn varlega upp í munninn. Settu hann á tunguna, án þess að bíta í hann. Kannaðu einfaldlega hvernig þú skynjar þennan hlut í munninum. 

Þegar þú ert tilbúinn. Bíttu í hlutinn með ásetningi. Kannski tekurðu eftir hvernig hann fer sjálfkrafa yfir á annan helming munnsins en ekki hinn. Taktu líka eftir bragðinu sem hann gefur frá sér.

Tyggðu hlutinn hægt. Vertu meðvitaður um munnvatnið í munni þínum og hvernig hluturinn breytist í samræmi við það að þú tyggur hann..

Þegar þú ert tilbúinn að kyngja. Veittu athygli ásetningnum að kyngja. Vittu hvort þú getir tekið eftir hvað þú skynjar við að kyngja rúsínunni. Að skynja hvernig hún fer niður í hálsinn. Niður í vélindað á leiðinni niður í magann.

Gefðu þér tíma til að óska sjálfum þér til hamingju. Fyrir að nýta þessa stund til að upplifa hvernig það er að borða með meðvitund.

 

Samantekt

Eftir að búið er að lesa handritið skaltu spyrja spurninga til að hjálpa þátttakendum að tengja þessa upplifun við minningu um mat sem þeir kunna að eiga og bjóddu þeim síðan að deila sögum með því að nota eftirfarandi kveikjur:

  • Geta þeir ímyndað sér sinn uppáhalds mat?

  • Geta þeir ímyndað sér bragðið af þeim mat sem þeim líkar alls ekki við?

  • Er einhver sérstök máltíð sem þeim dettur í hug og geta sagt sögu af?

  • Er einhver uppskrift sem þátttakandi myndi vilja deila með öðrum eða aðferð við matargerð sem þeir geta ráðlagt um?

Þetta gæti verið gott að vinna þetta verkefni saman yfir máltíð eða snakki.

Previous
Previous

Dýrmætur hlutur

Next
Next

Gallerí