Gallerí

Hreyfa sig og skoða hvernig líkaminn getur sagt sögur.

Tími: 40 mínútur – kynning: 10 mínútur, búa til Galleríið: 2 mínútur, skoðun: 1 mínúta, umræða: 5 mínútur, samantekt: 10 mínútur. Framkvæmt tvisvar.

Erfiðleikastig: 1/5

 

Undirbúningur

Opið svæði þar sem þátttakendur geta hreyft sig.

 

Kynning

  1. Þátttakendum verður skipt í 2 hópa, hóp A og B. Í fyrstu umferð verður hópur A listamenn sem búa til styttur í galleríi, byggðar á ákveðnu þema. 

  2. Eftir 2 mínútur er hópi B boðið að skoða galleríið og eftir það verða umræður. Þá fær hópur B að vera listamenn og fá annað þema. 

  3. Hvettu þátttakendur til að taka þátt á sínu eigin stigi eftir óskum og getu hvers og eins dmeð því að nota svipbrigði eða lágmarks hreyfingu ef þörf er á.

 

Leiðbeiningar

  1. Dæmi um þemu: Ást, von, gleði, ótti, öryggi, heimili, missir o.s.frv.

  2. Styttur gallerísins: Hver þátttakandi fær tækifæri til að tjá sig um það þema sem gefið er upp. Þátttakendur geta valið að tjá sig annaðhvort með myndlíkingu eða bókstaflega. Ef, til dæmis, þemað er vald, gætu þeir sýnt kóng, hnyklað vöðvana eða ekið kraftmiklum bíl. Valið er þeirra. Listamenn ættu að hafa í huga að þeir þurfa að halda stöðunni í smá tíma, svo forðist að láta ykkur líða of óþægilega.

  3. Áhorfendur gallerísins: Sem aðdáendur listarinnar þá erum við ekki hér til að dæma heldur bara til að skoða. Áhorfendur ættu að taka eftir hvernig þeim líður þegar þeir skoða þessar ólíku styttur og hvernig þeir mögulega tengja persónulega við þær – eða ekki.

  4. Að deila og umræður: Þátttakendur deila því hvernig þeim leið á meðan á æfingunni stóð. Hvað sáu áhorfendurnir og hvernig túlkuðu þeir stytturnar? Hvernig leið styttunum með að vera skoðaðar? Eru einhverjar spurningar um merkingu stellinganna? Er eitthvað meira sem listamennirnir vilja að aðrir þátttakendur viti?

 

Gagnleg ráð

Leyfðu þátttakendum að taka þátt á sínu eigin stigi út frá óskum og getu hvers og eins með því að nota svipbrigði eða lágmarks hreyfingu ef þörf er á.

 

Samantekt (10 mínútur)

  1. Sjónrænar frásagnir hjálpa okkur að eiga áhrifaríkari samskipti. Við það að gera þessa æfingu, hvaða verkfæri getum við notað í framtíðinni þegar við segjum okkar eigin sögur? Er til alþjóðleg líkamstjáning eða merkingar? Hvenær og hvers vegna erum við misskilin? 

  2. Þetta gætum við einnig skoðað í öðrum miðlum: Hverju miðla auglýsingar eða vonast til að miðla? Erum við föst í að nota staðlaða líkamstjáningu svo fólk skilji okkur eða er rými til að búa til nýja merkingu?

Previous
Previous

Deildu sögu yfir máltíð

Next
Next

Gallerí 2