Söguteningar
Fullkomin upphitunaræfing og frábær leið til að þróa sköpunargáfu, ímyndunarafl og sjálfsprottnar sögur
Tímalengd: 60 mínútur
Erfiðleikastig: 3/5
Fjöldi þátttakenda: lágmark 10, hámark 20
Undirbúningur
Sett af Söguteningum annaðhvort tilbúin sett eða sérsniðin fyrir vinnustofuna.
Kynning
Kynntu Söguteninga fyrir þátttakendum og útskýrðu hvernig á að nota þá: mismunandi myndir eru á hliðum hvers tenings sem ætlaðar að nota til að búa til frumlegar sögur.
Upplýstu hópinn um að hver þátttakandi muni kasta teningunum og út frá þeim myndum sem koma upp segja öllum hópnum sjálfsprottna sögu.
Láttu þátttakendur vita að markmiðið með æfingunni sé að búa til sjálfsprottnar sögur, engin saga sé rétt eða röng og það eina sem takmarki þau sé þeirra eigið ímyndunarafl.
Leiðbeiningar
Fjöldi hópa fer eftir fjölda þátttakenda, einn hópur (fyrir allt að 10 manns) eða tveir hópa (fyrir fleiri en 10 manns). Hver hópur fær sitt eigið sett af Söguteningum.
Hver þátttakandi kastar öllum teningunum í einu. Eftir að hafa kastað byrjar hann að segja sjálfsprottna sögu og getur byrjað á setningum eins og „Einu sinni var..." eða „Fyrir langa löngu...". Sagan ætti að byggja á þeim níu myndum sem komu upp á teningunum og notar þátttakandinn þessar níu myndir við frásögnina. Gott er að byrja á þeirri mynd sem fyrst heillar.
Gagnleg ráð
Söguteningar eru fáanlegir sem tilbúin sett. Hægt er að búa til erfiðari útgáfu, eigið sérsniðna sett, sem eru hannað fyrir ákveðinn hóp þátttakenda eða ákveðið þema vinnustofunnar.
Það eru engar strangar reglur sem fylgja Söguteningum, markmiðið er fyrst og fremst að hafa gaman og nýta sköpunargáfuna. Önnur útgáfa æfingarinnar er að hópurinn segi sameiginlega sögu þar sem hver þátttakandi leggur til eina setninguna í einu.
Þá er vel þess virði að skoða internetið upp á að finna frekari innblástur og aðrar leiðir til þess að hafa gaman af Söguteningunum.
Samantekt
Eftir að allar sögurnar hafa verið sagðar skal hvetja þátttakendur til að ræða:
Hvað gaf þessi æfing þér?
Kveikti hún á ímyndunaraflinu?
Hvernig örvaði hún sköpunargáfu þína?