Hljóðdagbók
Kynning á frásögn sem hljóðupptöku sem stuðlar að dýpri sjálfsskoðun í gegnum hljóð og persónulega frásögn.
Tímalengd: Tvær, þriggja klukkustunda kennslustundir með viku á milli til að þátttakendur geti safnað hljóðupptökum.
Erfiðleikastig: 5/5
Undirbúningur
Snjallsímar eða hljóðupptökutæki
Tölvur til að klippa hljóðupptökur
Ókeypis hljóðklippiforrit (við mælum með Audacity eða einfaldara netforriti sem kallast AudioMass)
Skjávarpi til að deila skjá
Heyrnartól
Hátalarar
Vefsvæði þar sem hægt er að vista og deila skrám (til dæmis Google Drive)
Leiðbeiningar
Lota 1:
Kynning: Fyrsta lotan verður notuð til að kynning þátttakendum hvað frásagnir sem hljóðupptökur eru og að taka upp hljóð.
Frásögn sem hljóðupptaka (20 mínútur) er sú list að nota þætti sem tengjast hljóðum eins og rödd, tónlist, hljóðheima og áherslur með hljóðum til að búa til frásagnir. Gefið dæmi og hlustið saman á: Tony Schwartz's 'Sounds of My City'
Spyrjið þátttakendur hvað þeir vilji helst nota þegar kemur að frásögn sem hljóðupptöku (útvarp, hlaðvörp, hljóðbækur) og reynslu þeirra af hljóðupptökum (15 mínútur).
Flestir snjallsímar gera okkur auðvelt að taka upp, það er nóg að opna eða hlaða niður upptökuappi, ýta á upptöku, stoppa og vista skrána. Gakktu þó úr skugga um að allir séu öruggir með tæknileg atriði á tækjunum sínum áður en lengra er haldið (20 mínútur).
Bjóðið þátttakendum að prófa upptökutækin og kanna mismunandi þætti hljóðupptöku (30 mínútur). Hvetjið þá til að taka upp eigin rödd, samtöl við aðra eða fara út og safna umhverfishljóðum.
Hópið þátttakendum saman og ræðið reynslu þeirra af því að safna hljóðum og hvetjið þá til að deila dæmum af upptökum (30 mínútur).
Ræðið helstu tæknilegu vandamálin sem unnu kunna að koma tengt upptökum og hljóðgæðum. Hvernig má leysa þessi vandamál? (20 mínútur).
Segið þeim frá hugmyndinni um hljóðdagbók þar sem þeir tjá sinn einstaka veruleika í gegnum hljóð. Hvetjið þá til að gefa sér tíma til sjálfsskoðunar og notið til þess eftirfarandi spurningar (10 mínútur):
Hvað heyrir þú þegar þú vaknar? Er það fuglasöngur, vekjaraklukka eða umferð í fjarska?
Hvaða hljóð eru í kringum þig þegar þú ferð í gegnum daginn, á leið til vinnu, í skóla eða til annarra verkefna?
Hverju tekurðu helst eftir þegar þú ert á ferðinni? Kannski laufum sem bærast í vindi, fólki að tala eða drunum frá strætisvagni eða bíl?
Hvað heyrist inni á heimilinu þínu þegar margt er í gangi samanborið við þegar það er rólegt? Er það hlátur, hljóð sem tengjast matargerð eða kannski bara þögn?
Ef þú þyrftir að lýsa daglegu lífi þínu í nokkrum orðum, hvaða orð myndir þú nota?
Biðjið þátttakendur að skrifa niður svörin við þessum spurningum eða hugmyndir sem þeir hafa af hljóðum í kringum sig sem þeir geta tekið upp (15 mínútur).
Biðjið þátttakendur að nota næstu viku til að taka upp hversdagleg hljóð, og veita sérstaklega þeim hljóðum athygli sem eru kunnugleg og þeim sem eru óvænt. Hvetjið þá til að prófa sig áfram og hafa gaman af því að taka upp, taka upp óvæntar hugsanir, lýsingar eða orð sem koma upp í hugann. Leggið til að þeir skrái niður hugmyndir eða hugleiðingar sem þeir myndu vilja kanna nánar í upptökum sínum.
Sem tæknileg aðstoð mælið með að vista upptökurnar á Google Drive og hafa samband við þig með tölvupósti eða í hópspjalli ef einhver vandamál koma upp.
Lota 2:
Kynning: Önnur lota fer í að klippa hljóð. Ef þú hefur ekki áður unnið með það er mikilvægt að kynna sér grunnatriði þess áður. Við mælum með að nota ókeypis forrit eins og Audacity eða einfaldara forrit, AudioMass. Horfðu á kennslumyndbönd á YouTube og æfðu þig fyrir tímann. Hér eru nokkur mikilvæg verkfæri þegar hljóð er klippt:
Import/Export: Til að hlaða upp hljóðskrám og vista vinnuna þína.
Cut, copy and paste: Leyfir þér að fjarlægja óæskilega búta, tvöfalda parta eða endurraða hlutum í hljóðskránni.
~: Styttir klippur með því að fjarlægja óþarfa hluta í byrjun eða enda.
Splitting: Skiptir einni hljóðrás í margar einingar til að auðvelda klippingu.
Volume adjustment: Tryggir að hlutar í hljóðskránni séu ekki of háværir eða of hljóðlátir.
Noice reduction: Dregur úr óæskilegum bakgrunnshljóðum.
Að auki skaltu endilega prófa þig áfram með multitrack editing sem gerir þér kleift að leggja hljóð hvert ofan á annað, gera flóknari hljóðblöndun og bæta áherslum með hljóðum við.
Leiðbeindu þátttakendum við notkun hljóðklippiforritsins með því að deila skjánum þínum og útskýra lykilverkfæri og eiginleika þess. Svaraðu öllum spurningum til að byggja upp sjálfstraust þeirra við að klippa (30 mínútur).
Bjóddu þátttakendum að kynna sér klippiforritið og vinna með sínar skrár. Ráðlegðu þeim að afrita frumupptökurnar áður en þeir hefja handa við verkefnin til að forðast að tapa þeim. Leggðu sem dæmi til 3 mínútur sem hámarkslengd lokaútgáfu hljóðskrárinnar. Gefðu þátttakendum 90 mínútur til að vinnu sjálfstætt að því að klippa skrárnar sínar. Styddu þá við að finna lausnir á vandamálum sem upp kunna að koma.
Gagnleg ráð
Á þessu námskeiði, sem eru tvær lotur, kynnast þátttakendur frásögnum sem hljóðupptökum. Eftir kynningarnámskeiðið geta þátttakendur haldið áfram að prófa sig áfram með mismunandi tegundir af upptökum (eins og náttúruhljóð eða samtöl). Þessi verkefni hjálpa til við að byggja upp sjálfstraust og sköpunargáfu með því að nota hljóð í frásögnum.
Samantekt:
Hópið þátttakendum saman til að ræða framvindu þeirra við að klippa hljóð (20 mínútur).
Hvað lærðu þeir?
Hvernig fannst þeim?
Hvað var mest krefjandi?
Hvað var mest spennandi?
Hvernig geta frásagnir sem hljóðupptökur nýst þeim í skapandi verkefnum í framtíðinni?
Bjóðið þátttakendum að deila fullbúnum eða ókláruðum hljóðdagbókum. Deiling er valfrjáls. Hvetjið til samtals um upptökurnar (30 mínútur).