Þessi æfing eflir núvitund og hvetur þátttakendur til að taka eftir smáatriðum sem auðga frásagnir og dýpka tengsl þeirra við áhorfendur.

Tími: 60 mínútur—kynning og leiðbeiningar: 10 mínútur, æfing framkvæmd: 45 mínútur, samantekt: 5 mínútur.

Erfiðleikastig: 1/5

Fjöldi þátttakenda: Allt að 15 manns

 

Undirbúningur

Biðjið þátttakendur að taka þrjá litla hluti úr töskum sínum, bakpokanum eða vösum og leggja þá á borðið.

 

Kynning

Byrjið á að ræða mikilvægi lítilla hluta í lífi okkar. Heimurinn samanstendur af litlum látbrigðum, aðgeerðum, hugsunum og áformum. Þetta gæti verið athugasemd á spássíu bókar, hjartnæm skilaboð sem skilin eru eftir fyrir einhvern eða gripur sem var keyptur á ferðalagi til að sýna þeim að við vorum að hugsa um þá. Þessir litlu hlutir skipta máli. Þeir hjálpa okkur að mynda tengsl og móta daglegt líf okkar.

 

Leiðbeiningar

1. Biðjið þátttakendur að leggja niður þrjá litla hluti úr töskum sínum eða vösum. Hvetjið þá til að deila mikilvægi hvers hlutar, útskýra hvaðan hann kom og hvað hann þýðir fyrir þá (1 mínúta á mann).  

2. Beinið samtalinu að litlum hlutum sem eru ekki lengur til staðar en höfðu áður djúpa merkingu fyrir þátttakendur. Spyrjið um miða sem voru skildir eftir undir kodda, sælgæti frá ömmu og afa í skólatöskunum eða aðra litla hluti sem höfðu mikið, tilfinningalegt gildi á þeim tíma. Bjóðið þeim að deila sögum um þessa litlu hluti og hvernig þeir urðu til þess að þeim leið eins og þeir tilheyrðu eða væru einstakir (1 mínúta á mann).  

3. Beinið samtalinu nú að myndlíkingum eða óáþreifanlegum hlutum sem hafa tilfinningalegt eða táknrænt gildi, þrátt fyrir að þeir séu ekki í föstu formi. Ræðið lítil augnablik eins og látbragð, orð, augnatillit eða minningar sem vekja tilfinningar og móta sambönd (1 mínúta á mann).

 

Samantekt

Spyrjið hópinn:  

  • Hvaða litlu hlutir láta okkur líða eins og við tilheyrum og séum hluti af samfélagi?  

  • Hvað getum við sjálf gert og hvað fáum við frá öðrum?  

  • Hvaða litlu hlutir láta okkur líða eins og við séum útilokuð eða eitthvað enn verra?  

  • Hvernig getum við tekist á við þessar áskoranir?

Previous
Previous

Hljóðdagbók

Next
Next

Að byggja brú