Hátíðarkaka
Þessi æfing, sem byggir á ævisögu hvers og eins, hvetur þátttakendur til að deila persónulegum minningum og tengjast í gegnum sögur sem fjalla um þýðingarmiklar stundir.
Tímalengd: 120 mínútur—120 mínútur með um það bil 15 manns—að leggja á borð: 10 mínútur, kynning: 5 mínútur, frásögn: 90 mínútur, samantekt: 15 mínútur.
Erfiðleikastig: 1/5
Undirbúningur
Settu upp veisluborð með dúk eða handþurrkum, bollum, könnu með kaffi eða te og diskum. Á mitt borðið skaltu setja sérstaka köku á disk eða kökustandi, til dæmis ostaköku,
Veldu köku sem er venjulega borin fram við sérstök tilefni, til dæmis á sunnudögum, í brúðkaupum eða á frídögum. Þú getur annað hvort keypt hana eða bakað hana sjálfur eftir því hvað þér hentar. Í Póllandi er til dæmis ostakaka klassískur eftirréttir til hátíðarbrigða, á meðan marglaga vínarterta er oft talin hefð um hátíðir á Íslandi.
Það er góð hugmynd að ráðfæra sig við þátttakendur fyrir fram um mataróþol og ofnæmi sem þeir kynnu að vera með til að kakan henti þörfum hópsins. Þeir sem geta ekki borðað köku geta komið með sitt uppáhalds sætindi til hátíðarbrigða eða annan mat sem skiptir þá máli.
Leiðbeiningar
Bjóðið þátttakendum að setjast við sameiginlegt borð, undirbúa uppáhalds drykkinn sinn (kaffi, te eða vatn) og koma sér þægilega fyrir. Nefndu í stuttu máli að borðið tákni tengingu, samþættingu og einhvers konar tengslamyndun, til dæmis milli kynslóða. Hvetjið þá til að fá sér köku og deila fyrstu tengingunni sem kemur upp í huga þeirra.
Þegar allir eru búnir að koma sér þægilega fyrir skaltu hvetja hópinn til að hefja samtal og nota til þess eftirfarandi spurningar:
Hefur þú borðað þessa köku áður?
Hvaða tengingar vekur þessi sérstaka kaka hjá þér? Eru minningarnar jákvæðar eða neikvæðar?
Hvaða fólk eða staðir koma upp í huga þinn?
Hvenær var þessi kaka oftast á borðum í lífi þínu, var það í æsku eða á unglingsárum?
Hvað finnst þér vera hátíðarkaka?
Áttu einhverjar sögur eða fjölskyldusögur þar sem kaka er aðalpersónan?
Hver er þín persónulega upplifun af þessari köku?
Hvernig hátíðarkökur hefur þú smakkað? Hvernig litu þær út?
Hvernig smökkuðust þær?
Hvernig voru þær bornar fram?
Kom eitthvað á óvart?
Hver meðal ykkar bakar svona köku sjálf? (Hvaða tegund? Finnst þér gaman að baka hana eða gerirðu það meira af skyldurækni? Við hvaða tækifæri?)
Hvaða aðrar tengingar og minningar hefur þú sem tengjast orðinu hátíðarkaka?
Hvaða merkingu hefur þessi saga fyrir þig?
Hvað gast þú tjáð þig um með henni?
Minntu þátttakendur á að skiptast á að tala og passaðu þannig upp á að allir fá tækifæri til að deila sínum hugmyndum.
Gagnleg ráð
Mundu að í fjölbreyttum menningarhópum getur reynsla og þekking á mat verið mjög mismunandi. Aðlagaðu spurningarnar á þann hátt að allir finni að þeir séu hluti af hópnum og að þeim líði vel.
Samantekt
Dragðu stuttlega saman að borðið táknar tengingu, samþættingu og einhvers konar tengslamyndun. Það að ræða um mat býður upp á einstakt tækifæri til að deila persónulegum sögum og menningarlegri innsýn.
Spyrjið þátttakendur:
Hvaða þýðingu hefur sagan sem þú deildir fyrir þig?
Hvað gast þú tjáð þig um með því að nota hana?
Ef hópurinn hafði gaman af þessu ferðalagi í gegnum tíma og minningar getur þú valið annað efni til íhugunar.