Gallerí 2

Þessi æfing stuðlar að skapandi samstarfi og frásögn án orða.

Lengd: 40 mínútur – 10 mínútur fyrir hópana í að búa til myndir, 5 mínútur í umræður, 10 mínútur í samantekt.

Erfiðleikastig: 2/5

 

Undirbúningur

Rými þar sem tveir hópar geta hreyft sig um.

 

Inngangur

  1. Skiptu þátttakendum í tvo hópa, hóp A og B.

  2. Hver hópur vinnur saman að því að búa til stillimynd byggða á þema sem leiðbeinandi gefur.

  3. Annar hópurinn sýnir sína mynd fyrst og leyfir hinum hópnum að fylgjast með og kanna það sem er sýnt.

  4. Því næst fer fram stutt umræða og síðan sýnir hinn hópurinn sína mynd og eftir það eru einnig umræður.

 

Leiðbeiningar

  1. Allir þátttakendur sem vilja taka þátt fá að vera hluti af myndinni, þetta getur verið hluti áskorunarinnar fyrir suma hópa!

  2. Þegar myndin er tilbúin eru þátttakendur þöglir.

  3. Hér er ekki verið að dæma neitt heldur einungis fylgjast með og læra.

  4. Hugmyndir að umræðum:

    • Hvað sást þú?

    • Hvaða spurningar koma upp hjá þér?

    • Var eitthvað sérstakt sem varð til þess að þú fannst fyrir einhverju?

  5. Hugmyndir að þemum:
    Ást, tenging, hatur, von, fjölskylda, heimili, að tilheyra, útskúfun, frelsi, kúgun.

 

Samantekt (10 mínútur)

  1. Hvernig upplifun var það að vera stytta? Hvernig var að fylgjast með?

  2. Oft vekur þetta verkefni upp hugmyndir sem tengjast menningarlegu samhengi. Er eitthvað tákn sem tengist menningu sem hefur sérstaka merkingu fyrir þig? Eru einhverjar stellingar sem hafa alltaf sömu merkingu?

Previous
Previous

Gallerí

Next
Next

Hreyfðu þig um herbergið