Hvernig heimurinn sér mig og hvernig ég vil að hann sjái mig?
Að vekja athygli á staðalímyndum, efla samkennd og hvetja til nýrrar sýnar á fólk sem á á hættu að verða jaðarsett félagslega.
Tímalengd: 90 mínútur—Inngangur: 10 mínútur, framkvæmd æfingar: 40 mínútur, kynning og skráning skilaboða á flettitöflu: 20 mínútur, samantekt: 20 mínútur.
Erfiðleikastig: 4/5
Undirbúningur
Prentaðu út 4-6 myndir sem sýna ákveðna hópa (3-4) sem eiga á hættu að verða fyrir félagslegri jaðarsetningu, til dæmis innflytjendur eða flóttafólk, aldraða, einstæða foreldra, fulltrúa innan LGBTQIA+ samfélagsins, fatlað fólk eða aðra hópa í þínu samfélagi svo þátttakendur hafi eitthvað að vísa til hvort sem þeir hafa upplifað þetta sjálfir eða hafa tekið eftir einhverju í tengslum við þessa hóps.
Tryggðu að myndirnar séu fjölbreyttar og hlutlausar svo þær móðgi engan eða stuðli að frekari staðalmyndun.
Festu myndirnar á auð blöð á flettitöflunni og raðaðu þeim á borð og búðu þannig til 3-4 ákveðnar stöðvar þar sem hver stöð tengist ákveðnu þema.
Raðaðu borðunum þannig upp í rýminu að hóparnir hafi auðveldan aðgang að stöðvunum og geti tekið þátt í umræðum.
Merktu hverja stöð skýrt (t.d. Aldraðir, Flóttafólk, Heimilislausir, Útlendingar, LGBT, o.s.frv.).
Skiptu þátttakendum í litla hópa (3-4 í hverjum).
Inngangur
Upplýstu hópinn um að þeim verði skipt í fjóra minni hópa. Hver hópur fær sama verkefni: að skoða safn mynda með yfirskriftum sem sýna fjórar mismunandi birtingarmyndir hópa sem eiga á hættu að verða félagslega jaðarsettir.
Leiðbeiningar
Hver hópur skiptist á að skoða þematengdu myndirnar og ræða eftirfarandi spurningar: „Hvernig lítur heimurinn á þennan hóp í dag?“ „Hvernig ætti heimurinn að líta á hann?“
Hver hópur veltir því fyrir sér hvaða skilaboð einstaklingar sem tilheyra hópum sem eiga á hættu að verða jaðarsett félagslega gætu viljað segja heiminum eða hvaða skilaboð hópurinn sjálfur vill miðla fyrir þeirra hönd.
Hóparnir skrifa niður skilaboðin sín á flettitöflu og ræða í um það bil 10 mínútur.
Eftir það fara þeir að næsta myndasafni og halda ferlinu áfram þar til þeir hafa kannað öll þemun og bætt einhverju á síðu hvers samfélagshóps.
Að lokum eru þátttakendur hvattir til að kynna niðurstöður umræðna sinna fyrir öllum hópnum. Dragið saman niðurstöðurnar og takið öll þátt í að safna saman helstu skilaboð til heimsins.
Samantekt
Hvetjið hópinn til að velta fyrir sér hvað þau upplifðu. Hvernig gengu umræður? Kom eitthvað þeim á óvart, vakti áhuga eða olli deilum? Höfðu þau svipaða reynslu?
Hvetjið þátttakendur til að deila hugsunum sínum um hvernig hægt sé að búa til jákvæð skilaboð til heimsins. Hvaða skilaboðum vildu þau koma á framfæri? Hvernig var tónninn í skilaboðunum: tilfinningaríkur, staðreyndamiðaður, beinskeyttur, samtal eða ögrandi?
Leiðið umræðum um hvers konar skilaboð eru líklegust til að höfða til heimsins.