Saga af einni mynd
Bjóðið þátttakendum að afhjúpa persónulegar minningar, efla tengsl og auka sköpunargleði með því að semja stuttar sögur innblásnar af ljósmyndum.
Tímalengd: 80 mínútur fyrir 10 þátttakendur: 10 mínútur í kynningu, 10 mínútur í að velja mynd og íhugun, 20 mínútur í sögugerð, 3 mínútur á hvern þátttakanda til kynningar.
Erfiðleikastig: 3/5
Undirbúningur
Snjallsímar eða önnur stafræn tæki með aðgang að persónulegum ljósmyndum
Aðgangur að fríum myndasöfnum
Kyrrlátt og þægilegt rými til íhugunar og til að deila sögum
Skjár eða skjávarpi til að sýna myndir
Inngangur
Að setja hlutina í samhengi: Látið þátttakendur vita fyrir fram að þeir eigi að velja sér ljósmynd úr eigin myndasafni eða úr fríum myndabanka sem hefur sérstaka merkingu eða geymir sérstaka minningu. Hvetjið þá til að nálgast verkefnið af sköpunargleði og einlægni.
Íhugun til leiðbeiningar: Hvetjið þátttakendur til að horfa ekki aðeins á myndina sem ljósmynd heldur sem hluta af stærri frásögn:
Sem atriði í sögu
Sem myndlíkingu fyrir eitthvað mikilvægt
Eitt augnablik sem hægt er að gera meira úr
Hvetjið þá til að einbeita sér að tilfinningum, sjónarhorni, skynrænum smáatriðum eða þáttum í myndinni sem þau hafa ekki tekið eftir áður.
Biðjið þátttakendur að skoða myndir í eigin safni eða í fríum myndabanka og velja mynd sem snertir þá, hvort sem hún táknar gleði, ævintýri, fjölskyldu, eitthvað táknrænt eða vekur sterka og persónulega tengingu. Ef erfitt reynist að velja skaltu hvetja þá til að einbeita sér að þeim tilfinningum sem þau tengja við myndirnar sem þeir skoða.
Til að dýpka þátttöku sína geturðu hvatt þátttakendur til þess að velta fyrir sér mismunandi sjónarhornum myndarinnar. Notið eftirfarandi kveikjur til að vekja sköpunargleði:
Hvernig myndi einhver ókunnugur túlka þessa mynd?
Hvað gæti myndin táknað á lífsleið þinni?
Hvað myndu einstaklingarnir á myndinni segja um hana? Hvernig myndu þeir segja söguna?
Hvaða tilfinningar eða hugsanir aðrar vekur myndin sem eru ekki augljósar við fyrstu sýn?
Hvernig tengist myndin fortíð þinni eða framtíðardraumum?
Vantar eitthvað á myndina? Hverju myndir þú bæta við til að fullkomna söguna?
Þegar allir hafa valið mynd skaltu gefa þeim tíma til að skrifa stutta sögu byggða á myndinni.
Sagan getur verið sönn eða skálduð en ætti helst að tengjast þeirri tilfinningu sem myndin vekur.
Hún ætti að vera hnitmiðuð og sett þannig saman að hægt sé að segja hana á um 3 mínútum.
Hvetjið þátttakendur til að flétta inn í söguna skynræn smáatriði, tilfinningalegar vangaveltur eða ímyndaða þætti sem dýpka söguna.
Tæknilegur undirbúningur: Tengið stóran skjá eða skjávarpa til að sýna myndirnar. Biðjið þátttakendur að senda myndirnar eða útvega þær.
Að deila: Bjóðið þátttakendum að deila sögunni með hópnum og sýna myndina á skjánum sé það mögulegt.
Þeir geta annað hvort sýnt myndina á meðan þeir segja söguna eða lýst henni ef þeir vilja ekki sýna hana.
Leggið áherslu á mikilvægi virkrar hlustunar og að skapa öruggt umhverfi þar sem allar persónulegar frásagnir eru virtar og metnar.
Sem atriði í sögu
Sem myndlíkingu fyrir eitthvað mikilvægt
Eitt augnablik sem hægt er að gera meira úr
Samantekt
Ljúkið verkefninu með því að leiða ígrundun innan hópsins. Notið eftirfarandi spurningar til þess að hvetja til sjálfsskoðunar og umræðna:
Hvernig veitti myndin þér innblástur við að semja söguna?
Vakti hún óvæntar minningar eða tilfinningar?
Hvernig var tilfinningin að deila þinni persónulegu sögu?
Breytti æfingin sýn þinni á myndina sem þú valdir?
Öðlaðist þú nýja innsýn eða tengingu við sjálfan þig eða aðra í hópnum?