Hlátur: Tungumálið sem allur heimurinn skilur
Samlögun, að brjóta ísinn, byggja upp traust og efla sjálföryggi og viðurkenningu á hver maður er.
Tími: 50 mínútur—kynning: 15 mínútur, ein hláturlota: 30 mínútur, samantekt: 5 mínútur.
Erfiðleikastig: 2/5
Undirbúningur
Stólar í hring
Kynning
Bjóddu þátttakendum að setjast í hring og tryggðu að það sé nægt pláss fyrir alla til að hreyfa handleggina. Byrjaðu á nokkrum setningum sem undirstrika hversu mikilvægur hlátur er til að okkur líði vel:
-Hlátur styrkir ónæmiskerfið
-Hlátur eykur súrefnið í líkamanum
-Hlátur dregur úr streitu
-Hlátur gefur líkamanum orku
-Hlátur eykur sköpun og heilastarfsemi
-Hlátur stuðlar að unglegu og aðlaðandi útliti
-Hlátur byggir upp félagslegt traust
-Hlátur hjálpar til við að þagga niður í innri gagnrýnandanum
-Hlátur sópar út kortisóli og stressi
Leiddu því næst stutta æfingu þar sem þátttakendur hlæja saman með mismunandi sérhljóðum og atkvæðum: HA, HE, HI, HO, HU.
Kynntu til leiks viðbótarþætti þessarar hláturlotu: að klappa með báðum höndum, syngja „Frábær, frábær VIÐ/ÉG/ÞÚ,” öndunaræfingar og slökunartækni.
Leiðbeiningar
Veldu þema fyrir hláturlotuna, svo sem að sleppa tökum á því sem takmarkar okkur, lætur okkur líða eins og við séum ekki samþykkt, eða að bera kennsl á og sleppa tökum á aðstæðum sem láta okkur líða eins og við séum útilokuð á táknrænan hátt.
Bjóddu þátttakendum að setjast í hring og kynna sig með nafni. Eftir það byrja allir, þar með talið sá sem sagði nafnið sitt, að hlæja (notið þann sérhljóði sem hverjum þóknast).
Næst skaltu biðja þátttakendur að ímynda sér stóra ruslatunnu fyrir framan sig. „Hverju myndirðu henda til að losa þig við sem takmarkar þig, er stimpill á þér eða gerir lífið erfiðara? Við tjáum oft eftirsjá með hljóðum þegar við bregðumst við erfiðum aðstæðum. Ímyndaðu þér nú að þú getir losnað við byrðina, vertu djarfur, segðu það upphátt og hent því síðan.“
Hvettu þátttakendur til að henda á táknrænan hátt hverju því sem truflar þá, lætur þeim líða eins og þau séu ekki samþykkt eða veldur ruglingi og útilokun. Þeir geta byrjað þegar þeir eru tilbúnir en tryggið að allir fái tækifæri til að losa sig við sína byrði á táknrænan hátt.
Í hvert skipti sem einhver hendir einhverju í tunnuna hvetur hópurinn þau áfram með því að kalla „Frábær, frábær ÞÚ!” (2x), og viðkomandi verðlaunar sjálfan sig með því að syngja og klappa „Frábær, frábær ÉG!”
Bjóddu síðan hópnum að standa upp. Hver og einn fer út úr húsinu sínu og hittir vini úti á götu. Hvettu þátttakendur til að nálgast hvern og einn, heilsa þeim glaðlega, hrósa og tjá hamingju sína með líkamstjáningu. Leyfðu þessu að gerast á léttan og hláturmildan hátt.
Að lokum skaltu leiða hópinn í gegnum stutta slökun. Spilaðu róandi tónlist eða notaðu koshi bjöllur. Biddu alla að loka augunum og einbeita sér að önduninni: andaðu inn í 1-2-3-4, haltu andanum inni í stutta stund og andaðu síðan út í 1-2-3-4.
Hagnýt ráð
Minntu þátttakendur á að við hlæjum saman og gerum ekki grín af neinum. Tryggðu að æfingunni ljúki með jákvæðum skilaboðum.
Samantekt
Biddu þátttakendur um að segja hvað þeim fannst:
Fannst þeim auðvelt að hlægja?
Tóku þeir eftir augnabliki þegar þeir hættu að stjórna hugsunum sínum?
Hvernig var það að þora, viðurkenna og sleppa takinu af byrðinni?
Hvaða áhrif hafði þessi æfing á þá líkamlega, andlega og í tengslum við aðra?
Hvað mun hver þátttakandi taka með sér úr æfingunni?