Æfðu með okkur
- Að verða snillingur í frásagnalist
- Collaboration
- Einstaklingsvinna
- Hreyfing
- Hugleiðsla
- Hvetjandi
- Hópframlag
- Leikmunir
- Litlir hópar
- Mindfulness
- Minningar
- Movement
- Myndlíking
- Paravinna
- Persónulegur vöxtur
- Samskiptahæfni
- Sjálfsskoðun
- Sjónrænt
- Skapandi tjáning
- Stafrænar sögur
- Upphitun
- Writing
- Á sjá fyrir sér
- Ábyrg frásögn
- Ísbrjótur
- Öruggt rými
- Þakklæti
Að ,,veiða’’ hluti
Upphitunaræfing sem nærir sköpunargáfu og samvinnu með því að búa til sögur á staðnum.
Hlátur: Tungumálið sem allur heimurinn skilur
Ísbrjótur sem hjálpar til við að byggja upp traust og skapa vinalegt andrúmsloft í upphafi fundar.
Dansaðu söguna þína
Með því að sameina hreyfingu og frásagnir getur þessi æfing örvað ímyndunaraflið og orðið innblástur nýrra sagna sem eiga rætur að rekja í líkamanum.
Myndbönd
Stundum er skilvirkasta námsleiðin ekki sú að lesa heldur að horfa. Í þessum hluta finnur þú myndbönd af ýmsum æfingum sem tilgreindar eru á þessari vefsíðu.
Hér eru dæmi:
Gagnleg ráð: Vissir þú að þú getur búið til texta á YouTube myndbönd á mörgum mismunandi tungumálum? Kíktu á þetta myndband til að kenna þér hvernig á að gera það!
Ef þú ert að leita að meiri innblæstri tengt því að segja sögur þá eru myndböndin hér fyrir neðan dæmi um hvernig hægt er að nota kveikjurnar : „Segðu mér þína uppáhalds sögu“ og „Segðu mér sögur um vonbrigði.“ Uppáhalds saga getur verið um hvað sem er þar sem sögumaðurinn ákveður hvað er mikilvægt. Ef við erum raunsæ þá enda ekki allar sögur vel, stundum er endir bara endir án þess að vera eitthvað spennandi.
Gagnlegt ráð: Þátttakendurnir okkar höfðum gaman af þessu broti úr sögu úr bókinni The Wise Man’s Fear eftir Patrick Rothfuss.
Áætlanir fyrir vinnustofur
Notaðu þessar tilbúnu áætlanir fyrir vinnustofur í frásagnalist sem voru búnar til og prófaðar af leiðbeinendum okkar.
Frá kennurunum okkar
Við vildum tryggja að leiðbeiningarnar með æfingunum væru skýrar og notendavænar þegar við vorum að setja saman verkfærasettið fyrir kennara framtíðarinnar en einnig að leiðbeinendur framtíðarinnar gætu að fullu tileinkað sér hugmyndafræði frásagnalista og nýtt sér hana af öryggi.
-
Þátttakendur í vinnustofunum okkar þekktu vel hvorn annan og því var frábært að sjá einlæga forvitni þeirra vakna og að þeir yrðu jafnvel hissa þegar þeir heyrðu nýjar sögur um hvorn annan. Fyrir marga var þetta tækifæri til að sjá vini sína í nýju og óvæntu ljósi.
Beata Kras
-
Sumar æfinganna voru svo spennandi og aðlaðandi að það var erfitt að stoppa þær auk þess sem það hefði truflað flæði hópsins í ferlinu. Við héldum áfram að vera sveigjanleg og löguðum æfingarnar að tíma og þörfum þátttakendanna.
Beata Kras
-
Í upphafi var nokkur andstaða við æfinguna 'Kvikmyndaveggspjald um… þig', aðallega af ótta við að mistakast og vegna efasemdum um eigin listrænu hæfileika. Þegar við löguðum æfinguna þannig að hún væri unnin í minni hópum í stað þess að vera einstaklingsverkefni þá hvarf hins vegar andstaðan. Eftir að hafa búið til veggspjöldin saman voru þau hissa á eigin listrænu hæfileikum.
Beata Kras
-
Það er mikilvægt að laga æfingarnar að einstökum þörfum hvers hóps með því að huga að þáttum eins og aldri, hæfni, menningarlegu samhengi, félagslegri útilokun og markmiðum hópsins. Slík aðlögun krefst sveigjanleika og sköpunar af hálfu leiðbeinandans.
Beata Kras
-
Ásamt þátttakendunum bjuggum við til mjög öruggt rými sem var laust við alla dómhörku og þar sem allir gátu verið þeir sjálfir. Ég fann líka mikinn stuðning frá samstarfsleiðbeinanda mínum, mér fannst mjög mikilvægt að hafa stuðning annarrar manneskju við að koma til móts við þarfir þátttakenda.
Jordi Cortes
Þegar við hvetjum fólk til að deila sögum þá verður að tryggja tilfinningalegt öryggi sögumannsins, hópsins og okkar sjálfra. Við vitum aldrei hvaða tilfinningar ákveðin saga getur vakið. Þess vegna er svo mikilvægt að setja í forgang frelsi til þátttöku, að dæma ekki, sýna sveigjanleika og skapa rými til þess að líta yfir það sem var gert án þess að nokkur truflun verði.
Alicja Przepiórska-Ułaszewska
-
Tímastjórnunin var erfið, sérstaklega þegar við þurftum að stöðva frásögn á viðkvæmum sögum eða þýða upplýsingar á mörg tungumál. Í lokin lagfærði ég það með því að draga úr fjölda æfinga til að láta það passa við tímamörk vinnustofunnar.
Jordi Cortes
Ég myndi mæla með því að lengja vinnustofuna; tveir tímar til æfinga er kannski of stutt ef við viljum bæta við öðrum þáttum eins og þýðingum, endurgjöf og kynningu á öryggisreglum.
Jordi Cortes
Uppgefin tímalengd æfinganna ætti að vera sveigjanleg þar sem hún fer eftir stærð hópsins og vilja þeirra til að deila sögum. Það er erfitt að spá fyrir um hvaða æfing muni koma einhverju af stað eða hvernig hún mun vekja eitthvað upp meðal þátttakenda. En við megum aldrei trufla frásögnina á þeim augnablikum.
Alicja Przepiórska-Ułaszewska
-
Ég var snortinn af hráum tilfinningum sumra þátttakendanna þegar þeir deildu sögum sínum og því hvernig þeir breyttust úr því að vera mjög orkumiklir í byrjun yfir í að verða rólegri og geta í lok tímans tengst eigin tilfinningum á dýpri hátt.
Jordi Cortes
-
Þegar þú kynnir viðkvæm umræðuefni skaltu tryggja að leiðbeinendurnir hafi fengið þjálfun í sálfræðilegri fyrstu hjálp til að geta brugðist við á áhrifaríkan hátt þegar þátttakendur deila mjög persónulegum sögum, til dæmis um sjálfsvígi, dauða eða mikið ofbeldi.
Jordi Cortes
-
Það er mikilvægt að flýta sér ekki í gegnum neina æfingu þegar hún er komin í gang, þá er betra að sleppa henni frekar en að fara of hratt í gegnum hana. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir leiðbeinendur að gefa þátttakendum rými til að tala, spyrja opinna spurninga og að þeir taki aðeins þátt í endurgjöf til þess að leggja áherslu á mikilvægt sjónarhorn eða grípa eitthvað sem þátttakendur höfðu til málanna að leggja og þeim þótti mikilvægt.
Alicja Przepiórska-Ułaszewska
-
Komdu í vinnustofuna með opinn hug. Ekki ímynda þér hvað muni gerast heldur leyfðu því að flæða og verða til með þeim hópi sem þú ert að leiðbeina. Fólk vill segja sögur sínar og ef það er innan um annað fólk sem segir frá verður það líklegra til að gera það sama.
Jessica Lo Monaco
-
Vertu viss um að lýsa stuttlega tilgangi og markmiðum vinnustofunnar. Þátttakendum gæti þótt óljóst hvort þeir væru að þróa frásagnartækni sína eða einfaldlega deila sögum án listræns markmiðs.
Jessica Lo Monaco
-
Einn fundur var ekki nóg, fólk vildi meira. Við báðum það um að berskjalda sig og það gerði það en það olli vonbrigðum að hafa ekki fund til að fylgja vinnustofunni eftir eða bjóða upp á annan tíma að auki fyrir það fólk sem vildi meira.
Jessica Lo Monaco
Verkefni sem mælt er með
-
Alþjóðlegt frumkvöðlaverkefni þar sem fólk þykist vera bækur sem deila persónulegum sögum og reynslu með opnum samtölum sem byggja á virðingu, til að sporna gegn staðalímyndum og efla skilning.
-
Verkefni sem hjálpar börnum og fullorðnum með fötlun að yfirstíga samskiptavandamál með því að deila hversdagslegum sögum.
-
Áætlun sem byggir á hugmynd sálfræðinnar um líkamann, mannleg tengsl og heildræna nálgun hvað varðar velferðar fólks.Hún miðar að því að valdefla eldra fólk í því að móta samræmda lífssögu sína um leið og það hlúir að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð sinni.
-
Verkefni sem auðveldar umræðu um kvenleika á eldri árum og vekur athygli á þörfum eldri kvenna með því að deila sögum og leysa skapandi verkefni.
-
Aðferð byggð á ævisögum, leiklist og frásögnum sem hvetur til þátttöku eldri borgara, stuðlar að félagslegri þátttöku þeirra og hvetur þá til að líta yfir farinn veg hvað varðar eigin velferð og lífsreynslu.
-
Samverustundir í frásagnalist þar sem fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum notar margmiðlun til þess að deila reynslu sinni, ögra staðalímyndum og vinna að félagslegum breytingum.
-
Aðferð sem hjálpar fólki að skilja tilfinningalega erfiðleika sína með því að búa til frásagnir og nota lykilspurningar til að átta sig á eigin reynslu.
-
Frumkvöðlaverkefni fyrir samfélagið þar sem innflytjendur hafa rými til að deila þekkingu og reynslu með persónulegum sögum og frásögnum.
-
Verkefni þar sem ævintýri og sögur eru notaðar til að hjálpa ungu fólki að skilja tilfinningar sínar, hlúa að andlegri heilsu sinni og byggja upp sjálfstraust.
-
Verkefni þar sem konur, sérstaklega innflytjendur, koma saman og eru hvattar til að deila sögum, halda upp á hefðir, bæta tungumálakunnáttu sína og taka þátt í skapandi verkefnum sem efla tengsl og sjálfstraust.
-
Verkfærasett í formi borðspils á netinu, hannað fyrir persónulega þróun einstaklings eða hóps á öllum sviðum lífs eða atvinnu.