Að velta fyrir sér hvernig það er að upplifa að passa ekki inn með því að nota kort sem sýna myndlíkingar og gera þátttakendum kleift að tjá tilfinningar tengdar þessari upplifun á öruggan hátt.

Tími: 80 mínútur—kynning: 20 mínútur, íhugun: 15 mínútur, umræða: 3 mínútur á hverja manneskju, samantekt: 15 mínútur.

Erfiðleikastig: 4/5

 

Undirbúningur

Kort með myndlíkingum, ljósmyndir eða myndir klipptar út úr tímaritum

 

Kynning

  1. Byrjaðu á því að ræða stuttlega skilning þátttakenda á því að passa ekki inn. Hvers konar útskúfun þekkir þú? Þetta þarf ekki að vera persónuleg reynsla; markmiðið er að opna fyrir umræðu á breiðara sviði. Þessi umræða er undirbúningur fyrir aðalæfinguna.

  2. Bjóddu þátttakendum að setjast í hring. Útskýrðu að þeir muni fljótlega fá tækifæri til að velja eitt kort úr þeim myndum sem búið er að dreifa úr sem muni hjálpa þeim með myndlíkingu að tjá upplifun sína af því að passa ekki inn í samfélaginu.

  3. Gerðu þeim ljóst að eftir að þeir hafa valið mynd muni þátttakendur deila vali sínu með hópnum. Þó þeir séu hvattir til að nota myndlíkingu er þeim velkomið að tala beint út ef þeir vilja.

  4. Minntu þátttakendur á að það er algjörlega valfrjálst hvort þeir deila sögu sinni eða ekki. Allir hafa rétt á því að draga sig í hlé eða sleppa því að deila eigin upplifun. Leggðu áherslu á mikilvægi þess að setja persónuleg mörk og að öllum líði vel og vísið í samkomulag um öruggt rými.

  5. Hvettu þátttakendur til virkrar og virðingarfullrar hlustunar. Minntu hópinn á að forðast að spyrja spurninga, trufla eða koma með athugasemdir á meðan aðrir eru að deila sínum sögum. Markmiðið er að veita öllum rými til að deila án dómhörku eða truflunar.

  6. Leggðu áherslu á að æfingin snúist um að öðlast skilning, ekki að leysa vandamál. Ekki er ætlast til þess að þátttakendur komi með lausnir eða deili einhverju sem gæti verið of erfitt.

 

Leiðbeiningar

  1. Þátttakendur velja mynd sem tengist upplifun þeirra og táknar hvernig þeim líður með að passa ekki inn.

  2. Þú getur notað eftirfarandi leiðbeinandi spurningar til að vekja þátttakendur til íhugunar:

    • Hvenær hefur þú fundið fyrir því að þú passir ekki inn í hóp eða aðstæðurnar?

    • Hvenær hefur þér fundist þú vera ósýnilegur eða ekki samþykktur?

    • Hefur þú einhvern tíma fundið fyrir því að vera útskúfaður úr einhverju?

    • Hverju þarft þú á að halda og hvað myndi hjálpa þér að finna fyrir stuðningi í þeim aðstæðum?

  3. Hvettu þátttakendur til að einbeita sér að eigin tilfinningum og þeirri sérstöku myndlíkingu sem er á myndinni sem viðkomandi valdi. Forðist að fiska eftir ákveðnum smáatriðum sem gætu verið of sársaukafull. Áherslan er á tilfinningar og myndlíkingar, ekki á tæmandi frásögn af atburðum.

  4. Saga þátttakanda (3 mínútur):
    Hver á eftir öðrum deila þátttakendur því hvað myndin táknar fyrir þá og hvers vegna þeir völdu hana.

  5. Eftir hverja sögu gefst þátttakendum tími til að hugsa í kyrrð og ró um það sem þeir heyrðu. Þetta rými gefur þeim tækifæri til að vinna úr hugsunum og tilfinningum áður en næsti einstaklingur tekur við.

 

Gagnleg ráð

  1. Flæði æfingarinnar fer eftir trausti hópsins og því hversu vel þátttakendum líður í umhverfi þar sem enginn er að dæma.

  2. Sem leiðbeinandi ættir þú að spyrja einnar, opinnar spurningar:

    • Hvers vegna valdir þú þessa mynd?

    • Hvað táknar þessi mynd fyrir þér?

      Forðist að spyrja nánari spurninga, umorða eða koma með athugasemdir.

  3. Stilltu þig inn á virkni hópsins. Vertu tilbúinn að taka pásu eða stöðva æfinguna ef tilfinningarnar verða yfirþyrmandi.

 

Samantekt

  1. Útskýrðu að markmið æfingarinnar hafi verið að skoða þemu tengd því að passa ekki inn og sleppa merkimiðanum sem við höfum kannski byrgt innra með okkur. 

  2. Spyrðu þátttakendur hvernig þeir sjá sig sjálfa og aðra eftir æfinguna. Hvernig líður þeim? Hverju þurfa þeir á að halda á þessum tímapunkti?

  3. Ef sterkar tilfinningar koma upp á meðan eða eftir æfinguna skal tryggja að lotan endi á róandi hátt með öndunaræfingu, stuttri hugleiðslu eða þögn stutta stund.

Previous
Previous

Að skipuleggja sameiginlegt framtak

Next
Next

Hlátur: Tungumálið sem allur heimurinn skilur