Að skipuleggja sameiginlegt framtak
Að umbreyta frásögnum í aðgerðir með því að vinna saman að skipulagningu, að þátttakendur upplifi að þeir tilheyri og beri sameiginlega ábyrgð.
Tími: 80 mínútur—kynning: 10 mínútur, skrifa frásagnir: 10 mínútur, deila sögum: 10 mínútur, skipuleggja sameiginlegt framtak: 30 mínútur, endurskoðun: 10 mínútur, samantekt: 10 mínútur, auk tíma til að framkvæma verkefnið.
Erfiðleikastig: 1/5
Uppruni: wzMOCnieni
Undirbúningur
Snæri/band, litaðir límmiðar, pennar, flettitafla, tússpenni, borð og stólum raðað í hring.
Leiðbeiningar
Hugmyndavinna: Byrjið á að ræða hvað einkennir skemmtilega upplifun sem liggur til grundvallar við skipulagningu sameiginlegs framtaks, eins og hópefliskvöld. Hver þátttakandi skrifar eitt orð eða setningu sem sá tengir við skemmtun. Síðan rétta viðkomandi miðann til þess sem er þeim á vinstri hönd.
Að skrifa frásagnir: Hver þátttakandi les orðið sem hann fékk og skrifar tvær stuttar frásagnir eða sögur úr eigin lífi þar sem þetta orð gegndi mikilvægu hlutverk tengt skemmtun. Gefið þessum hluta verkefnisins 10 mínútur. Þegar tíminn er liðinn getur þú spurt þátttakendur hvort þeir vilji deila sögum sínum, bjóddu þeim að lesa þær upphátt.
Skipulagning: Bjóddu þátttakendum að mynda hring, annaðhvort standandi eða sitjandi. Útskýrðu að þessi hluti æfingarinnar snúist um að skipuleggja sameiginlegan viðburð, svo sem sameiginlega kvöldstund. Skilgreindu ramma verkefnisins, upplýstu hópinn um hvað þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af, svo sem hvaða staðsetningar eru í boði, skýli, grill, hátalarar, eldiviður o.s.frv. Láttu hópinn vita dagsetningu og tímaramma fyrir viðburðinn.
Gefðu þátttakendum það verkefni að fylla inn í þessa fyrir fram skilgreindu ramma þau atriði sem þurfa að koma fram með því að leggja til ýmsa þætti sem tengjast skipulagningu viðburða.
Búðu til tengslanet: Allir einstaklingar sem eru með hugmynd rétta upp hönd. Kastaðu bandinu til fyrsta þátttakanda. Þegar hann er búinn að deila hugmynd sinni skaltu skrifa hana á flettitöfluna (bæði hvað og hver). Síðan biðurðu viðkomandi að halda í endann á bandinu og kasta hnyklinum til næsta þátttakanda sem er með hugmynd.
Næsti þátttakandi deilir sinni hugmynd og heldur í bandið. Haldið áfram þessu ferli, bætið hverri hugmynd á töfluna og búið til sívaxandi, táknrænt tengslanet með bandinu.
Tryggið að allir þátttakendur komi með hugmynd. Markmiðið með að búa til þetta tengslanet er að virkja alla í að þróa viðburðaáætlunina og taka ábyrgð á framkvæmd hennar.
Þegar öllum hugmyndum hefur verið safnað saman skaltu dræga þær saman. Gefðu þér smá stund til að leggja áherslu á hvernig þátttakendur hafa nýtt sínar eigin auðlindir til að búa saman til skemmtilega atburðarás og tekið ábyrgð á skipulagningu viðburðarins.
Lesið að lokum upp hugmyndirnar sem skráðar voru (hverjar þær eru og hver mun gera hvað) og athugið saman hvort eitthvað hafi gleymst
Gagnleg ráð
Hlutverk leiðbeinanda er að hvetja þátttakendur til að koma auga á eigin auðlindir og deila þeim með hópnum.
Samantekt
Minntu þátttakendur á að allir búa yfir einhverju sem skiptir máli fyrir hópinn og mikilvægt sé að forðast að dæma hugmyndir fyrir fram, betra sé að einbeita sér að því að búa þær til saman.
Leggðu áherslu á að búið sé að búa til nýja sögu um viðburðinn og næsta skref sé að koma þessari atburðarás í framkvæmd. Spyrjið hvernig þátttakendum finnist að hafa komið með hugmynd og hvenær hugmyndin kviknaði.
Gakktu úr skugga um að skipting verkefna sé skýr og að allir viti hverju þeir beri ábyrgð á til að tryggja að viðburðurinn verði framkvæmdur með góðum árangri.
Að lokum skaltu bjóða hópnum að teygja út táknræna netið og finna styrkinn og stuðninginn innan hópsins.
Spyrðu þátttakendur að íhuga reynslu sína og tilfinningar og hvaða þýðingu þessi samvinna hafi fyrir þá?