Þetta ævintýri, sem hægt er að nota í meðferðarskyni,  hvetur til þess að sagðar séu sögur sem tengjast stuðningi, því að tilheyra og vellíðan.

Tímalengd: 100 mínútur – 5 mínútur til að lesa söguna tvisvar, 20 mínútur í umræður til kynningar, 60 mínútur í hópsamtal og 15 mínútur í samantekt.

Erfiðleikastig: 4/5

Fjöldi þátttakenda: Allt að 16 manns (til að tryggja ekki stærri hópa en 4 saman).

 

Undirbúningur

Notið söguna Lekandi fata eng.

 

Leiðbeiningar

  1. Byrjið á því að upplýsa þátttakendur um að þið munið lesa fyrir þá söguna Lekandi fata, sem hægt er að nota í meðferðarskyni.

  2. Hvetjið þá síðan til að velta fyrir sér sögunni: Hvaða þýðingu hefur sagan fyrir þá? Hvaða tilfinningar vakti hún? Hvaða hegðun, viðhorf eða þarfir komu fram í sögunni? Hvernig halda þeir að manneskja sem er útilokuð gæti upplifað sig?

  3. Hvetjið þátttakendur til að hugleiða hvort þeir sjái sjálfa sig í sögunni, sérstaklega í myndlíkingunni um fötuna og garðyrkjumanninn. Hvort líður þeim frekar eins og lekandi fötu eða garðyrkjumanni (ný fata borin saman við lekandi fötu) í sínu eigin lífi?

  4. Skiptið þátttakendum í litla hópa (3-4 manns). Þegar búið er að hlusta á söguna í öruggum og styðjandi hópi er þátttakendum gefið tækifæri til að deila sínum hugleiðingum út frá eftirfarandi spurningum:

    • Hvenær hef ég upplifað mig eins og lekandi fötu og hver var þá minn garðyrkjumaður?

    • Hvenær var ég garðyrkjumaður fyrir einhvern og hvernig var sú upplifun?

  5. Minnið þátttakendur á að það er algjörlega valfrjálst að deila sinni sögu, bæði í hópnum og á vettvangi.

 

Gagnleg ráð

  1. Þátttakendur gætu dýft sér djúpt í æfinguna og deilt persónulegum sögum. Mikilvægt er að tryggja vellíðan þeirra og veita tilfinningalegan stuðning ef þörf er á.

  2. Þessi æfing getur verið inngangur að annarri æfingu, Hvernig heimurinn sér mig og hvernig ég vil að hann sjái mig? Hins vegar er gott að muna að taka hlé eða bjóða upp á skemmtilegt verkefni inn á milli til að vega upp á móti andlegri áreynslu og viðhalda orku.

 

Samantekt

  1. Spyrjið þátttakendur hvernig þeim leið að vinna í hópum og hvað þeir lærðu hver um annan. Hvaða persónulega lærdóm drógu þeir af æfingunni? Vill einhver deila sinni sögu? 

  2. Leggið áherslu á að myndlíkingin býður upp á öruggt rými til að deila persónulegri reynslu. Komið skýrt til skila mikilvægi þess að finna merkingu í eigin reynslu, hlutverkinu sem stuðningur annarra hefur og hvernig sjálfstraust verður að innri styrk sem nærir vellíðan og sjálfsálit.

Previous
Previous

Mælum okkur mót í samtali

Next
Next

Saga af einni mynd